Verið að fækka bændum og starfsskilyrði þeirra gerð erfiðari

Það er þrengt verulega að bændum landsins og það er gert með vitund og vilja matvælaráðherra sem breytir reglugerðum án þess að þingið fái að koma nokkurs staðar þar að. Á sama tíma og fjármálaráðherra reynir að sölsa undir sig lönd þeirra og gera þeim þar með mjög erfitt fyrir að stunda sína framleiðslu. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Bergþórs Ólasonar þingmanns Miðflokksins í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur.

Hann segir að það sé þó jákvætt að það hafi verið sett ákvæði í búvörulögin sem gefi afurðastöðvum undanþágu frá samkeppnislögum því með því sé verið að færa málin til sambærislegs vegar og gerist á öðrum Norðurlöndum.

Verið að fækka bændum með skipulögðum hætti

Í heildina litið sé þó framkoma ríkisstjórnarinnar gagnvart bændum alveg afleit og þar sem þrengt er mjög að þeim með því að hirða af þeim landspildur í gegnum þjóðlendulögin. Þetta dragi auðvitað úr möguleikum bænda til að stunda sína framleiðslu. þetta veldur því að bændum fækkar og segir Bergþór að honum þyki það blasa við að verið sé með skipulögðum hætti verið að fækka bændum.

Verð á landbúnaðarvörum mun hækka

Afleiðingarnar verði þær að verð á landbúnaðarvörum hækkar og innflutningur á landbúnaðarvörum erlendis frá eykst að sama skapi, vörum sem enginn viti hvaðan koma. Bergþór segir að í stað þess að þrengja að bændum ætti að vera keppikefli að stórauka hér landbúnaðarframleiðslu enda séu þær vörur mjög heilnæmar og í algerum sérflokki þegar kemur að gæðum. Matvælaráðherra hafi hins vegar sýnt afar lítinn áhuga á þeirri framleiðslu og það virðist mega þess vegna gera hvað sem er til þess að draga úr rekstrargetu slíkra búa.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila