Verkbanni frestað um fjóra daga og fundað í Karphúsinu

Settur ríkissáttasemjari hefur boðað fulltrúa SA og Eflingar á sinn fund í kvöld til þess að kanna hug félaganna til mögulegrar miðlunartillögu.

Því samhliða hefur SA boðað að verkbanni sem hefjast átti næstkomandi fimmtudag verði frestað um fjóra daga, en samkvæmt upplýsingum bað settur ríkissáttasemjari fulltrúa SA um að fresta verkbanninu til þess að liðka fyrir möguleikum á samningarviðræðum.

Á vef Eflingar segir að félaginu hafi borist tilkynning um málið rétt fyrir hádegi og hvetur Efling félagsmenn sína til þess að fylgjast vel með öllum upplýsingum sem berast af framvindu kjaraviðræðna næstu sólarhringa. Samtök Atvinnulífsins hafa greint frá því að samtökin muni ekki veita viðtöl fyrr en að loknum fundi í kvöld.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila