Víglundarmálið: Þögn vegna hagsmunatengsla

thognin2Margir hafa undrast þögn stóru fjölmiðlanna um Víglundarmálið og hafa menn velt því mikið fyrir sér hvernig standi á þeirri ærandi þögn sem einkennt hefur málið. Sigurður Pálsson rithöfundur er einn þeirra sem velt hefur þessu fyrir sér og óttast að málið verði ekki að neinu vegna pólitískra tengsla blaða og fréttamanna við flokkanna. Hann ákvað því að kanna hvort tengingar fjölmiðlamanna við þá stjórnmálaflokka sem málinu tengjast gætu verið möguleg skýring. Niðurstöðurnar um tengingar fjölmiðlamanna við flokkana birti svo Sigurður á Facebook í dag en óhætt er að segja að þær eru afar athyglisverðar. Tengingarnar má sjá hér fyrir neðan:
Þetta verður aldrei að neinu – því miður. Til þess eru of margir blaða- og fréttamenn hallir undir flokka Jóhönnu og Steingríms og margir þeirra eiga sér beinlínis pólitíska fortíð. Oft sýna þeir faglega takta en það skiptir máli að lesendur þekkji bakgrunninn þeirra. Þeir sem koma upp í hugann eru: Kolbeinn Óttarsson Proppé, fyrrverandi leiðtogi Vinstri Grænna í Suðurkjördæmi, nú fréttamaður hjá 365. Heimir Már Pétursson, fyrrverandi varaformannskandidat Samfylkingarinnar og framkvæmdastjóri Alþýðubandalagsins, nú fréttamaður hjá 365. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, fyrrverandi ritstjóri Smugunnar – málgagns Vinstri Grænna, nú fréttamaðurhjá 365. Sveinn Arnarsson, fyrrverandi kosningastjóri Samfylkingarinnar í NA-kjördæmi, nú fréttamaður hjá 365. Aðalsteinn Kjartansson, fyrrverandi varaformaður ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, nú fréttamaður hjá 365. Kjartan Atli Kjartansson Frambjóðandi Bjartrar framtíðar í alþingiskosningum, nú fréttamaður hjá 365. Snærós Sindradóttir, fyrrverandi formaður Ungra vinstri grænna í Reykjavík, nú fréttamaður hjá 365. Heiða Kristín Helgadóttir, fyrrverandi stjórnarformaður Bjartrar Framtíðar og Besta flokksins, nú fréttamaður hjá 365. Eva Bjarnadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri ungra jafnaðarmanna, nú fréttamaður á hjá 365. Nei, afsakið – hún er víst nýráðin aðstoðarkona Samfylkingarformannsins Árna Páls Árnasonar! Atli Fannar Bjarkason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Bjartrar framtíðar og aðstoðarmaður formanns, nú eigandi og umsjónarmaður Nútímans.is. Jóhann Hauksson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur, nú blaðamaður á DV Vilhjálmur Þorsteinsson, núverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar, nú eigandi Kjarnans. Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrrverandi þingmaður, varaformaður Samfylkingarinnar og efnahagsráðgjafi ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur, nú eigandi Kjarnans. Valur Grettisson, fyrrverandi kosningastjóri Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, nú blaðamaður á DV María Lilja Þrastardóttir, fyrrverandi kosningastjóri Samfylkingarinnar í Reykjavík, nú blaðamaður á Stundinni Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, fyrrverandi gjaldkeri ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, nú blaðamaður á DV Ingimar Karl Helgason, fyrrverandi frambjóðandi Vinstri grænna í Alþingiskosningunum 2013 og varaþingmaður, nú ritstjóri Reykjavík – vikublaðs.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila