Vilhjálmur Árnason kjörinn ritari Sjálfstæðisflokksins

Kosið var í embætti ritara Sjálfstæðisflokksins fyrir stundu og birtust úrslitin rétt í þessu. Vilhjálmur Árnason þingmaður flokksins fór með sigur af hólmi eftir að kosið hafði verið tvisvar en það var gert vegna þess að enginn þeirra þriggja sem buðu sig fram hlaut hreinan meirihluta í fyrri kosningu. Vilhjálmur settist fyrst á þing fyrir flokkinn árið 2013.

Í fyrri umferð kjörs til ritara voru úrslit þessi:

Vilhjálmur Árnason 43,4%

Bryndís Haraldsdóttir 36,2%

Helgi Áss Grétarsson 19,1%

Í seinni umferð þar sem var kosið var milli tveggja efstu úr fyrri umferð voru úrslitin eftirfarandi:

Vilhjálmur Árnason 58,2%

Bryndís Haraldsdóttir 41,8%

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila