Vilja gera öryrkjum kleift að reyna fyrir sér á vinnumarkaði

Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra

Sjálfstæðisflokkurinn vill gera öryrkjum kleift að reyna fyrir sér á vinnumarkaði án þess að það valdi því að þeir þurfi að sækja um örorku að nýju gangi áform þeirra ekki upp. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Jóns Gunnarssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Jón segir að ef þessi áform flokksins myndu ná fram að ganga væri það mikil bót í málefnum öryrkja á Íslandi og myndi virka vetjandi fyrir þá sem vilji reyna fyrir sér á vinnumarkaði þrátt fyrir örorku.

Hann segir mikilvægt að fólk óháð stöðu fái tækifæri til þess að reyna á það að fá starf við hæfi og að það gerist ekki nema fólki sé tryggt að það missi ekki fyrri stöðu gagni áformin ekki upp.

“ kerfið hefur hingað til verið letjandi hvað þessi mál varðar en við viljum að kerfið verði hvetjandi og þá verðum við að tryggja að fólk sem vill reyna fyrir sér á vinnumarkaði geti farið aftur á örorkubætur ef það finnur ekki starf sem það ræður við en þurfi ekki að byrja aftur á núllpunkti“ segir Jón.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila