Vilja taka svifryksmengun föstum tökum

Björg Kristín Sigþórsdóttir oddviti Höfuðborgarlistans.

Höfuðborgarlistinn ætlar að taka svifryksmenguna í borginni mjög föstum tökum og ná menguninni niður fyrir viðmiðunarmörk komist hann til valda í Reykjavík. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Bjargar Kristínar Sigþórsdóttur Oddvita og formanns Höfuðborgarlistans en Pétur Gunnlaugsson ræddi við Björgu í dag. Björg segir að til þess að taka á svifryksmenguinni þurfi að fara í margþættar aðgerðir, eins og að setja stofnbrautir í gjörgæslu hvað svifryksmengun varðar, skoða þurfi þau efni sem notuð eru til gatnagerðar og þá þurfi einnig að hvetja almenning til þess að draga úr nagladekkjanotkun.

Leggja áherslu á brýnustu málefnin

Björg segir Höfuðborgarlistann ekki ætla að koma með neinn loforðaflaum, heldur leggi listinn áherslu á að forgangsraða og koma þeim málum sem brýnt sé að klára  „ viö leggjum áherslu á þjónustuna við íbúana og það þarf fyrst og fremst að hugsa um þarfir þeirra, hér er mikið verk framundan enda sé margt í ólestri eftir þá sem nú stjórna þannig það er mjög margt sem þarf að laga, ég vil minnka bilið milli kjörinna fulltrúa og borgarbúa, þetta á að verða góð og heilbrigð borg„,segir Björg. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila