Vill vita hvað það er í Lindarhvolsmálinu sem almenningur má ekki sjá

Það er mjög sláandi að atkvæði hafi verið greidd gegn því að spyrja mætti forseta Alþingis um skýrsluna í Lindarhvolsmálinu, og vekur að sjálfsögðu upp spurningar um hvað það er í málinu sem þarf að fela og almenningur má ekki sjá. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Jóhanns Páls Jóhannssonar þingmanns Samfylkingarinnar í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Jóhann segir að skjalið sem forseti Alþingis neiti að birta á þeim forsendum að um vinnuskjal sé að ræða sé einmitt ekki vinnuskjal. Það sé algerlega staðfest því forsætisnefnd Alþingis hafi haft málið til umfjöllunar á þeim forsendum að skjalið tilheyrði stjórnsýslu Alþingis.

„þannig ég taldi hafið fram yfir allan vafa að fyrirspurn mín samræmdist þingskaparlögum en svo gerist það að forseti beitir ákvæði í þingskaparlögum sem heimilar honum að hafna fyrirspurn og þá geri ég það sem ekki hafði verið gert í 30 ár, það að láta reyna á málið með atkvæðagreiðslu“ segir Jóhann.

Sem fyrr segir var því hafnað í atkvæðagreiðslunni að Jóhann fengi að leggja fram fyrirspurnina og Jóhann veltir því fyrir sér hvað það sé í skjalinu sem almenningur megi ekki sjá.’

„ef við horfum bara á stóru myndina þá varðar þetta plagg sem fjallar um sölu á tugmilljarða eignum almennings. Plaggið er unnið af settum ríkisendurskoðanda fyrir hönd og í umboði almennings svo það er algerlega augljóst að mínu mati að Alþingi og almenningur á að fá að vita hvað stendur í þessu skjali því þetta skjal var einmitt afhent Alþingi til þess“segir Jóhann.

Kusu með birtingu í forsætisnefnd en gegn fyrirspurninni á þingi sama daginn

Jóhann bendir á að forsætisnefnd hafi meðal annars í tvígang kosið um að skjalið skuli birt, nú síðast í gær og því hafi það vakið athygli að hluti þeirra sem þá voru fylgjandi því að skjalið yrði birt höfðu allt í einu komið fram með þá afstöðu sína að geta ekki greitt atkvæði með fyrirspurn Jóhanns.

„það fyndna er að forsætisnefnd hefur með vísan til ákvæðis upplýsingalaga að það sé stjórnsýsla Alþingis að birta þetta en samt er líka vísað til lagaákvæðis stjórnsýslu Alþingis um að birta þetta ekki þannig þarna er fólk komið alveg í bullandi mótsögn“segir Jóhann

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila