Vonar að Donald Trump og Pútín geti sameinast um að útrýma ISIS

gunnarbragi15des-001Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðar og sjávarútvegsráðherra vonar að góð samskipti Donald Trump og Vladimir Pútín geti orðið til þess að þeir sameinist um að útrýma ISIS hryðjuverkasamtökunum. Þetta kom fram í máli Gunnars í síðdegisútvarpinu í dag en Gunnar var þar gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar. Gunnar segir að Bandaríkin og Rússland séu einu þjóðirnar sem séu í stakk búnar til þess að ráða niðurlögum ISIS og hann sé því vongóður um að góð samskipti forseta landanna verði til þess að sú verði raunin „en á sama tíma vona ég að þessi vinskapur verði ekki til þess að það verði stefnubreyting hjá bandarískum stjórnvöldum, og ég ætla að leyfa mér á öllum sviðum„,segir Gunnar Bragi.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila