Umtalsvert færri karlar en konur hafa ánetjast loftslagshrollvekju glóbalistanna. Þetta kemur fram í könnun sem sænska TV4 lét gera. Af tilviljun fann TV4 mann í bænum sem útskýrir þetta með því, að „karlmenn séu dálítið hægfarnari og heimskari en konur.“
Í nýrri Sifo könnun frá TV4 kemur mikill munur á afstöðu kynjanna í ljós á loftslagshrollvekjunni sem fjölmiðlar glóbalista básúna yfir okkur frá morgni til kvölds.
Hversu miklar áhyggjur hefur þú af loftslagsbreytingum?
Konur reyndust hafa „talsvert meiri áhyggjur af loftslagsbreytingum en karlar“ skrifar TV4. Karlar og konur svöruðu spurningunni „Hversu miklar áhyggjur hefur þú af loftslagsbreytingum?“
82% kvenna segja, að þær hafi töluverðar eða miklar áhyggjur en „aðeins“ 56% karla segja það sama. 13% karla hafa engar áhyggjur en aðeins 2% kvenna geta leyft sér slíkan munað. TV4 segir könnunina sýna „ofurmikinn“ mun á körlum og konum.
Einn viðmælenda TV4 sagði:
„Ég held að fólk haldi að einhver annar muni sjá um þetta. Ég veit það ekki. Að því leyti eru karlmenn kannski aðeins hægari og aðeins heimskari en konur. Það þarf bara að horfa á samfélagið í heild. Því miður finnst mér eins og margir karlmenn geri miklu heimskulegri hluti en konur.“
Goðsögn búin til af Sameinuðu þjóðunum
Samkvæmt sérfræðingum er „loftslagsváin“ goðsögn sem búin er til af Sameinuðu þjóðunum. Tilgangurinn er að hræða fólk með endalokum jarðar til að ná saman völdum og peningum í hendur lítillar glóbalistaklíku svipað og áður hefur gerst í sögunni. Ástralskur prófessor telur loftslagskreppuna vera fullkomna blekkingu og að losun koltvísýrings stuðli ekki einu sinni að neinni hlýnun.
Vinstri menn, sem áður einbeittu sér að félags- og efnahagsmálum, einbeita sér núna að grænu umskiptunum. Hlutar „grænhreyfingarinnar“ eru í fararbroddi þeirra sem vilja stríð.