Boðað til umræðufundar um stöðu heimilanna

Hagsmunasamtök heimilanna efna til umræðufundar í Iðnó annað kvöld, þriðjudagskvöldið 28.febrúar. Á fundinum sem ber yfirskriftina Heimilin í fyrsta sæti.

Á umræðufundinum verður rætt um stöðu heimilanna í ljósi stöðugrar hækkunar verðbólgu, verðhækkana og sífellt hækkandi lána.

Í þætti á Útvarpi Sögu á dögunum þar sem Arnþrúður Karlsdóttir ræddi við Ásthildi Lóu Þórsdóttur þingmann Flokks fólksins sem er jafnframt formaður Hagsmunasamtaka heimilanna sagði Ásthildur meðal annars að vaxtahækkanirnar væru glæpur gegn heimilum landsins. Þá sagði Ásthildur einnig:

„það er verið að framselja þúsundir heimila og líf fólks í hendur bankanna sem munu geta haldið svipunni á þeim alla ævina út, þetta er eins og það sem gerðist eftir hrunið, ég gekk í gegnum þetta og veit hvað þetta er. Mér er ekkert einungis heitt í hamsi heldur hef ég stórkostlegar áhyggur af þessum heimilum sem eru núna að reyna að létta á ástandi sem þau ráða ekki við með því að taka verðtryggð lán í 10% verðbólgu“

Umræðufundurinn hefst kl.20:00 en í pallborði verða Ragnar Þór Ingólfsson (VR), Guðmundur Hrafn Arngrímsson (Samtök leigjenda), Marinó G. Njálsson (samfélagsrýnir), Vilhjálmur Birgisson (VLFA) og Ásthildur Lóa Þórsdóttir (alþingismaður og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna).

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila