Fjölmargar athugasemdir í Lindarhvolsskýrslunni sem ekki mátti birta – Lestu skýrsluna hér

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata birti í dag á vefsíðu Pírata greinargerð fyrrum ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarssonar, um Lindarhvolsmálið.

Lengi hefur verið kallað eftir birtingu skýrslunnar, meðal annars af Sigurði sjálfum en Birgir Ármannsson forseti Alþingis hefur hingað til neitað að birta skýrsluna á þeim forsendum að tveir aðilar settu sig upp á móti birtingu hennar, það eru núverandi ríkisendurskoðandi, Guðmundur Björgvin Helgason og Ester Finnbogadóttir stjórnarmaður í Lindarhvoli og starfsmaður í Fjármálaráðuneytinu.

Í skýrslunni koma fram fjölmargar athugasemdir Sigurðar. Meðal annars kemur fram að Sigurður taldi mjög skorta á þær upplýsingar sem hann hafi beðið um frá Lindarhvoli. Þá kemur fram að Sigurður telur innra stjórnskipulagi Lindarhvols mjög ábótavant og þá hafi ekki farið fram virðismat á hlut ríkissis í Klakka áður en hann var seldur. Telur Sigurður að ríkið hafi orðið af helmingi raunvirði hlutar síns í Klakka við söluna. Þess má geta að Sigurður hefur sent mál Lindarhvols til ríkissaksóknara en hann mun hafa upplýst um það í bréfi til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í gær.

Skýrsluna má lesa hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila