Creditinfo ber ábyrgð á að smálánafyrirtæki geti enn starfað hérlendis

Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna

Creditinfo er forsenda þess að ólögmæt starfsemi smálánafyrirtæki þrífst hérlendis og því er ábyrgð fyrirtækisins mikil. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Breka Karlssonar formanns Neytendasamtakanna sem var gestur Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í dag.

Samökin hafa farið þess á leit við Sýslumanns að lögbann verði lagt á innheimtu fyrirtækisins Almennri innheimtu ehf, sem innheimtir fyrir hönd smálánafyrirtækjanna.

Breki bendir á að ástæður þess að fólk borgi ólögmæt smálán séu þær að fólki séu send hótunarbréf frá Creditinfo þar sem fram kemur að viðkomandi verði settur á vanskilaskrá borgi einstaklingurinn ekki lánið

fólki er þannig stillt up við vegg því ef það ekki borgar er það svo skráð á vanskilaskrá og er gert að fjárhagslegum útlögum„,segir Breki.

Aðspurður um hvort Neytendasamtökin ætli að leita til lögreglu á grundvelli ákvæðis hegningarlaga sem snýr að misneytingu segir Breki “ það hefur ekki komið til skoðunar en það kemur til skoðunar hér með„.

Í mars síðastliðnum fjallaði Útvarp Saga ítarlega um starfsemi smálánafyrirtækja, þá sem eru í forsvari fyrir þau og framgöngu þeirra gegn skuldurum en lesa má þá umfjöllun með því að smella hér.

Í vikunni greindi Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR í viðtali hér á Útvarpi Sögu að Neytendasamtökin og VR sem séu í samstarfi um að sporna við starfsemi smálánafyrirtækja að félögin ætli í beinar aðgerðir á næstunni sem muni vekja eftirtekt. 

 Hlusta má á viðtalið við Breka í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila