Stór covid-ráðstefna í Stokkhólmi 21.-22. janúar 2023

Alþjóðleg læknaráðstefna líkt þeirri, sem er nýafstaðin í Osló, verður haldin 21.-23. janúar n.k. í ráðstefnumiðstöðinni Waterfront í hjarta Stokkhólmsborgar, sjá myndina hér að ofan (skorin mynd©CEphoto, Uwe Aranas CC 3.0).

Dagana 21. – 22. janúar verður haldin tveggja daga ráðstefna í Stokkhólmi um covid-heimsfaraldurinn. Nokkrir læknar og vísindamenn sem hlustendur Útvarps Sögu hafa heyrt getið munu vera með á ráðstefnunni. Læknaákallið í Svíþjóð ásamt fleirum aðilum standa fyrir stórri ráðstefnu í Stokkhólmi um covid og „bóluefnið.“ Þegar hafa nokkrir þekktir erlendir fyrirlesarar þegið að vera með.

Á heimasíðu læknaákallsins segir:

„Fyrirlesararnir eru í hæsta flokki með einstaka þekkingu og innsýn meðal annars í ónæmi, dánartíðni og meðferð við covid-19 sýkingunni sem og áhrif og aukaverkanir Covid bóluefnisins. Meðal annars verða breski hjartalæknirinn Aseem Malhotra og bandaríski meinafræðinginn Ryan Cole ræðumenn en Útvarp Saga hefur fjallað um þá áður.

Margir fyrirlesaranna sem munu taka þátt á ráðstefnunni í Stokkhólmi tóku einnig þátt í ráðstefnunni um sama efni, sem haldin var í Ósló 19. nóvember 2022. Ráðstefnan í Stokkhólmi verður því önnur alþjóðlega ráðstefnan á Norðurlöndum á árunum 2022 og 2023 „um aðra nálgun á kórónuveirunni en þá opinberu.“

Nokkrir Svíar eins og ónæmisfræðingurinn Ann-Cathrin Engwall og dósentinn og fyrrverandi yfirlæknirinn Sture Blomberg halda framsögur. Blaðamaðurinn Per Shapiro sem kom með mikilvægar uppljóstranir á meðferð yfirvalda á tölfræði Covid verður einnig með.

Ráðstefnan fer fram í Stockholm Waterfront ráðstefnumiðstöðinni 21.-22. janúar 2023. Hægt er að skrá sig á ráðstefnuna hér og verðið fyrir 14. desember er 1.300 SEK. Læknaákallið skrifar á Twitter:

„Við erum gríðarlega stolt og ánægð með – þökk sé framlögum frá 1.000 gjöfum, að Læknaákallið geti skipulagt alþjóðlega ráðstefnu um Covid-faraldurinn.“

Meiri upplýsingar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila