Umboðsmaður vísar frá kvörtun vegna velsældarsendiherrastöðu Katrínar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Hans Kluge, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar

Kvörtun manns til Umboðsmanns Alþingis vegna starfa Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra fyrir WHO sem velsældarrsendiherra hefur verið vísað frá.

Að sögn mannsins sem telur rök umboðsmanns fyrir frávísuninni vafasöm, hafnaði umboðsmaður kvörtuninni þar sem fyrir þurfi að liggja fyrir ákveðin ákvörðun, athöfn eða athafnarleysi stjórnvalds sem beinist sérstaklega gegn þeim sem leggur fram kvörtunina eða snertir beinlínis hagsmuni hans umfram aðra.

Maðurinn segist ekki ætla að una frávísuninni og eftir að hafa kynnt sér ítarlega lög um embætti Umboðsmanns Alþingis sé hann búinn að setja saman mótrök sem hann ætli að senda Umboðsmanni og krefjast endurupptöku málsins.

Þá segir maðurinn að ætli umboðsmaður að standa fast á sínu eftir að hafa fengið mótrökin og farið yfir þau ætli maðurinn að óska eftir því við umboðsmann að hann leiðbeini manninum hvert eigi að leita til þess að kvarta yfir niðurstöðu umboðsmanns.

Hann segir jafnfram að vel kunni að vera að umboðsmaður hafi rétt fyrir sér en þá vakni upp sú spurning hvert almenningur geti leitað ef hann verður var við yfirvofandi landráð .

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila