Danielle Smith: „Völdin tilheyra fólkinu – ekki milljarðamæringum sem monta sig“

Fylkisstjóri Alberta í Kanada, Danielle Smith svarar spurningum blaðamanna um World Economic Forum á blaðamannafundi, þegar hún kynnti nýja ríkisstjórn fylkisins (mynd sksks youtube).

Ég er ekki ungur alheimsleiðtogi frá World Economic Forum

Andspyrnan gegn glóbalistunum flæðir yfir Kanada, eitt þeirra landa í heiminum sem varð verst fyrir barðinu á Covid- og bólusetningaralræði yfirvalda. Danielle Smith, forsætisráðherra Alberta-fylkis í Kanada leiðir baráttuna gegn glóbalistasamtökunum World Economic Forum. Hún sagði á blaðamannafundi, þegar hún sór embættiseiðinn:

„Mér finnst það ógeðfellt þegar milljarðamæringar stæra sig af því, hversu mikla stjórn þeir hafa yfir stjórnmálaleiðtogum.“

„Ég er ekki ungur alheimsleiðtogi. Ég hef aldrei farið á fundi þeirra. Pierre Poilievre (leiðtogi Íhaldsflokksins í Kanada/gs) segist ekki ætla að mæta á fundi þeirra, né að láta stjórnarþingmenn sína gera það. Ég hef sömu skoðun.“

Ógeðfellt þegar milljarðamæringar segjast stjórna stjórnmálamönnum

En blaðamaðurinn vildi vita nákvæmlega hvað Smith finnst um glóbalistasamtökin World Economic Forum sem slík. Danielle Smith svaraði:

„Mér finnst ógeðfellt, þegar milljarðamæringar stæra sig af því hversu mikla stjórn þeir hafa yfir stjórnmálaleiðtogum eins og leiðtogi þessarar stofnunar hefur gert.“

Klaus Schwab hafði áður sagt, að helmingur stjórnarráðs Kanada væru fyrrverandi „Ungir alheimsleiðtogar“ frá WEF.

„Það er móðgandi. Þeir sem leiða ríkisstjórn gerir það vegna kjósenda. Og fólkið sem kýs mig og samstarfsfólk mitt er fólk sem býr í Alberta og hefur áhrif á ákvarðanir okkar. Í hreinskilni sagt. Ég engan áhuga á að vera með þeim þar til samtökin hætta að monta sig af því, hversu mikil stjórn þau hafa á stjórnmálaleiðtogum. Áherslan mín er Alberta og að leysa vandamál fyrir íbúa okkar.

Fyrir nokkrum vikum bað Danielle Smith opinberlega alla óbólusettu afsökunar á því, sem ríkið gerði á meðan á heimsfaraldrinum stóð. Hún hefur einnig sagt að óbólusettir séu sá hópur fólks sem hefur verið mest mismunað á lífsleiðinni.

Sjá yfirlýsinguna á myndbandinu hér að neðan. Útvarp Saga hefur áður skrifað um máli, sjá hér, hér og hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila