Undirbúa viðræður við stærstu kröfuhafa ÍL-sjóðs

Fjármálaráðuneytið undirbýr nú viðræður við stærstu kröfuhafa ÍL-sjóðs og hafa kallað eftir því við mótaðilanna að þeir komi með sínar hugmyndir að því hvernig þeir vilji haga þeim viðræðum, til að mynda hvort þeir telji rétt að vinna saman í einu lagi eða í smærri hópum.

Af hálfu stjórnvalda er lögð áhersla á að viðræður þurfa að ganga tiltölulega hratt. Aðilar eru sagðir upplýstir um að hlutverk milligönguaðila sé að hlusta á sjónarmið eigenda krafna og viðbrögð þeirra við þeirri stefnu sem ráðherra hefur sett fram um málefni ÍL-sjóðs. Milligönguaðila er ætlað að leita eftir hugmyndum og eftir atvikum leggja fram tillögur sem stuðlað geta að því að samningar við kröfuhafa náist. Milligönguaðili hefur ekki umboð til samninga og allar tillögur um mögulega samninga eru háðar samþykki fjármála- og efnahagsráðuneytisins og eftir atvikum þinglegri meðferð og að endingu samþykki Alþingis.

Í fyrirhuguðum samtölum verður áréttað að áformað að gera upp ábyrgð á skuldum ÍL-sjóðs miðað við nafnverð þeirra og áfallna vexti. Viðræðum er m.a. ætlað að ná fram sjónarmiðum kröfuhafa um samsetningu eigna í slíku uppgjöri.

Listi yfir skuldabréfaeigendur ekki til staðar

Fram kemur í tilkynningu að ÍL-sjóður hafi ekki yfirlit yfir eigendur skuldabréfanna. Þeim sem vilja gefa sig fram býðst að skrá sig á lista hjá ráðuneytinu til þess að unnt verði að veita upplýsingar um málið eftir því sem fram vindur og gera þeim kleift að koma sínum sjónarmiðum á framfæri í því samtali sem fram fer á næstunni.

Tengar fréttir

Leyndarhjúpur yfir sölu íbúða frá Íbúðalánasjóði – Eignatengsl í Karabíska hafinu og leigufélaga

Ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms klúðraði málum Íbúðalánasjóðs

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila